Ekki nægilega margir hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum

 

 

 

Gefinn hefur verið út rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands,Sambands ísleskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um þá þjónustu,sem hjúkrunarheimili og dvalarheimili aldraðra eiga að veita.Samkvæmt samningnum munu greiðslur ríkisins til þeirra stofnana,sem samningurinn tekur til, nema 30 milljörðum á ári.Í tengslum við gerð samingsins var fjallað um viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mannafla  á hjúkrunarheimilum,lágmarks fjölda hjúkrunarfræðinga og annarra faglærðra starfsmanna.Mikil  brögð hafa verið af því undanfarin ár, að hjúkrunarheimili hafi ekki uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknis varðandi fjölda hjúkrunarfræðinga og annars fagfólks.Formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telja, að ástæða þess að ekki hafi tekist að uppfylla skilyrði (viðmið) Landlæknis í þessu efni sé fjárskortur; ríkið hafi ekki látið hjúkrunarheimilum í té nægilegt fé.Fjármagnið, sem ríkið láti hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum í té í dag og undanfarið  dugi hvergi nærri til þess að standa við viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mönnun

Formaður Samtaka  fyrirtækja í velferðarþjónustu, Pétur Magnússon, og varaformaður samtakanna,Björn Bjarki Þorsteinsson, skrifuðu nýlega grein i Morgunblaðið um nýja rammasamninginn.Ekki kemur fram í greininni hvort árlegt framlag ríkisins til hjúkrunarheimila og fleiri stofnana,sem samingurinn tekur til, muni duga til þess að standa við viðmið Landlæknis varðandi lágmarks mönnun fagfólks á umræddum stofnunum. Það er slæmt,að það skyldi ekki koma fram,þar eð hér er um að ræða eitt mikilvægasta atriðið í sambandi við rekstur hjúkrunarheimila,Til þess að heimilin séu örugg  þurfa að vinna nægilega margir hjúkrunarfræðingar á heimilunum svo og nægilega margir aðrir faglærðir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband