Braut Bjarni siðareglur?

Umboðsmaður alþingis fær það til meðferðar hvort Bjarni Benediktsson,fráfarandi fjármálaráðherra, hafi brotið siðareglur ráðherra með  því að halda skýrslu um aflandseignir og skattaskjól leyndri fram yfir kosningar.Svandís Svavarsdóttir,formaður þingflokks VG telur hugsanlegt, að þetta sé brot á siðareglum, þar eð í þeim segi,að stjórnvöld eigi að birta almenningi  strax opinberar skýrslur nema það brjóti í bága við almannaheill.Hún hefur vísað málinu til umboðsmanns alþingis.

 Opinber skýrsla um aflandseignir,fjármuni i skattaskjólum, var tilbúin 13.september sl.Þingið hætti störfum 13.oktober. Það var því nægur tími til þess að leggja skýrsluna fyrir þingið og efnahags-og viðskiptanefnd þingsins og kynna hana almenningi,En Bjarni Benediktsson ákvað að birta skýrsluna ekki.Hann stakk henni undir stól.Skýringar hans á því athæfi halda ekki vatni. Hann sagði,að ekki hefði verið tími til þess að leggja hana fyrir efnahags-og viðskiptanefnd fyrir kosningar.Það er rangt.Það var nógur tími,heill mánuður. En auk þess var unnt að birta hana almenningi um leið og hún var tilbúin.Ljóst er,að Bjarni hefur ekki viljað að skýrslan kæmi fram fyrir kosningar og yrði til umræðu í kosningunum.Það komu fram óþægilegar staðreyndir í skýrslunni um gífurleg skattaundanskot frá 1990 eða yfir 100 milljarða  undanskot vegna þess að fjármunir voru settir í skattaskjól og ekki gefnir upp að fullu til skatts hér.Bjarni var sjálfur í Panamaskjölunum, þar eð hann var í skattaskjóli,sjálfur fjármálaráðherrann og axlaði ekki ábyrgð af því.Hugsanlegt er,að skýrslan hefði haft áhrif á kosningaúrslitin, ef hún hefði verið til umræðu í kosningabaráttunni eins og eðlilegt hefði verið.Lítið sem ekkert var rætt um Panamaskjölin í kosningabaráttunni,aðeins á fyrsta fundi með frambjóðendum en síðan ekki söguna meir eins og málið hefði verið tekið út af dagskrá.

Það er furðulegt,að sá maður sem stakk skýrslu um skattaskjólin undir stól og var sjálfur í Panamaskjölunim skuli nú leiddur til forsætis í nýrri ríkisstjórn!Slíkt ætti ekki að geta gerst.

 

Björgvin Guðmundssont


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband