Panamastjórnin í burðarliðnum!

Menn hafa verið að ræða það hvað ætti að skíra nýju hægri stjórnina sem talið er að komi fram eftir helgi.Í mínum huga er alveg ljóst hvað þessi stjórn á að heita.Auðvitað Panamastjórnin.

Búist er við því,að forstisráðherra í þessari nýju stjórn verði atjórnmálamaður,sem var í Panamaskjölunum, sem upplýstu hvaða Íslendingar hefðu verið í skattaskjólum á aflandseyjum.Þessi stjórnmálamaður er Bjarni Benediktsson fráfarandi fjármálaráðherra.Ég fullyrði,að það hefði hvergi getað gerst í öðru landi V-Evrópu en hér,að  Panamaskjalamaður   væri gerður að forsætisráðherra! En þetta leiðir i ljós,að spilling er meiri hér en annars staðar í V-Evrópu.

Fráfarandi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks missti meirihlutann í þingkosningunum í oktober. Rökrétt hefði þvi verið að þessir flokkar báðir færu frá völdum. En Björt framtíð og Viðreisn ætla að hjálpa Sjálfstæðisflokknum til þess að halda völdum.

Í Fréttablaðinu í dag er mikið viðtal við Óttar Proppé formann BF.Ég las viðtalið allt yfir en gat hvergi fundið nein stefnumál flokksins,sem formaður hefði náð fram i stjórnarmyndunarviðræðunum.Fréttamaður Fréttablaðsins spurði margra spurninga um þetta efni.En hann fékk engin svör önnur en almennt snakk,sem sagði ekki neitt.BF hefur lagt áherslu á að ný stjórnarskrá verði byggð á "stjórnarskránni" sem samþykkt var i þjóðaratkkvæðagreiðslunni 2012.Svar Proppé var þetta: Aðalatriðið er.að það verði breytingar.Gáfulegt svar. Eru menn einhverju nær hverju á að breyta? Á sama veg voru svör um ESB og sjávarútvergsmál. Þau voru út í hött og sögðu ekkert. Viðtalið við formanninn staðfestir,að BF hefur ekkert fengið  fram af stefnumálum sínum; aðeins ráðherrastóla,svo ljóst er að BF fórnar málefnunum fyrir ráðherrastóla!Hefði einhver af þeim fjölda,sem mótmælti  á Austurvelli spilingu fráfarandi ríkisstjórnar,einkum vegna aðildar að Panamskjölunum,trúað því að Björt framtíð mundi verða helsta hjálparhella nýrrar Panamastjórnar?

Björgvin Guðmundsson

 


Björt framtíð verðlaunar för í skattaskjól!

Í gær var birt opinber skýrsla um skattaundanskot í skattaskjólum.Þar koma fram háar upphæðir og almenningur sér í einni hendingu hvað ráðamenn voru að gera þegar þeir fóru með fjármuni í skattaskjól eða opnuðu möguleika fyrir það. Þeir voru að ákveða að taka ekki fullan þátt í  skattgreiðslum íslenska ríkisins en það þýddi,að þeir vildu koma sér undan lögbundnum skattgreiðslum á Íslandi og vildu láta aðra íslenska skattgreiðendur greiða því meira í staðinn.Þegar þetta varð ljóst í Panamaskjölunum reis íslenska þjóðin upp og mótmælti; fyrirvaralaust mættu 22 þúsund mannns á Austurvelli og heimtuðu kosningar strax.Þeim var nóg boðið.Alþingi og ríkisstjórn  létu undan.Kosningar voru ákveðnar fyrr en ella.Forsætisráðherrann sagði af sér. En það var ekki nóg. Fjármálaráðherrann sat sem fastast. 

Það er furðulegt,að eftir það sem á undan er gengið skuli Björt framtíð og Viðreisn nú lyfta einum þeirra ráðamanna sem voru í skattaskjóli upp í valdastóla.Þar á ég við sjálfan fjármálaráðherrann( BB) sem var í Panamaskjölunum og samkvæmt þeim í skattaskóli.Ég gef ekkert fyrir skýringar hans.Það hafa allir sem eru í skattaskjólum einhverjar skýringar og ekki stóð á skýringum Sigmundaar Davíðs. En aðalatriðið er þetta: Sá,sem fer í skattaskjól ætlar sér að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi.Í öllum siðuðum löndum hefði fjármálaráðherra,sem uppvís væri að slíku orðið að segja af sér en ekki í bananalýðveldinu Íslandi.

Ég er ekki hissa á,að Viðreisn skuli vilja viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir framanritað.Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum.En ég er gáttaður á Bjartri framtíð,þar eð sá flokkur hefur boðað ný vinnubrögð.Hér eru nokkrar staðreyndir úr skýrslu starfshópsins um skattaskjólin,sem ættu að opna augu Bjartrar framtíðar fyrir því hvað flokkurinn er að gera með því að framlengja völd skattaskjólsflokks:

580 milljarðar kr hafa safnast saman á aflandssvæðum ( skattaskjólum) frá 1990.Árlegt tekjutap hins opinbera vegna eigna á aflandssvæðum er 4,6 milljarðar.Hér kemur það fram svart á hvítu hvaða afleiðingar það hefur fyrir íslenska ríkið og aðra ísl. skattgreiðendur að menn fari með fjármuni sína í skattaskjól.Sá stjórnmálamaður sem uppvís er að slíku á að segja af sér um leið.

 

Björgvin Guðmundsson


Grunnlífeyrir felldur niður.Skerðir kjör 4200 eldri borgara

Um áramótin féll grunnlífeyrir almannatrygginga niður.Við það urðu  4200 eldri borgarar fyrir verulegri kjaraskerðingu.

Eldri borgarar hafa litið á grunnlífeyrinn sem heilagan; hann mætti ekki snerta.Það olli því mikilli óánægju þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG skerti grunnlífeyri og felldi niður hjá þeim,sem höfðu mjög góðan lífeyrissjóð.Þáverandi ríkisstjórn taldi þetta nauðsynlegt vegna mikilla efnahagserfiðleika.En Félag eldri borgara Reykjavík gagnrýndi þetta harðlega.Því var þess vegna fagnað þegar grunnlífeyrir var endurreistur eftir þingkosningarnar 2013.En Adam var ekki lengi í paradís.Nú er grunnlífeyrir felldur alveg niður samkvæmt nýju breytingunum á almannatryggingum,sem tóku gildi um áramót.Margir,sem höfðu 40 þúsund fyrir skatt frá almannatryggingum fengu því ekki krónu þaðan frá áramótum þó þeir hafi verið búnir að greiða alla sína starfsævi til trygginganna,beint og óbeint; með tryggingagjaldi og sköttum,Þeir voru strikaðir út úr kerfi almannatrygginga..Það er spurning hvort þetta stenst.Þessir eldri borgarar voru búnir að greiða til almannatrygginga og ríkisins  alla sína starfsævi til þess að njóta þess þegar þeir færu á eftirlaun.Það er verið að breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu en það var ekki ætlunin,þegar almannatryggingar voru stofnaðar; þá áttu þær að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Verkalýðshreyfngin hefur stutt þetta sjónarmið.

Í umsögn Félags eldri borgara í Rvk um breytingarnar á almannatryggingum gagnrýndi félagið það harðlega að grunnlífeyrir yrði felldur niður.FEB benti einmitt á,að 4200 eldri borgarar yrðu fyrir kjaraskerðingu af þessum sökum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband