Björt framtíð verðlaunar för í skattaskjól!

Í gær var birt opinber skýrsla um skattaundanskot í skattaskjólum.Þar koma fram háar upphæðir og almenningur sér í einni hendingu hvað ráðamenn voru að gera þegar þeir fóru með fjármuni í skattaskjól eða opnuðu möguleika fyrir það. Þeir voru að ákveða að taka ekki fullan þátt í  skattgreiðslum íslenska ríkisins en það þýddi,að þeir vildu koma sér undan lögbundnum skattgreiðslum á Íslandi og vildu láta aðra íslenska skattgreiðendur greiða því meira í staðinn.Þegar þetta varð ljóst í Panamaskjölunum reis íslenska þjóðin upp og mótmælti; fyrirvaralaust mættu 22 þúsund mannns á Austurvelli og heimtuðu kosningar strax.Þeim var nóg boðið.Alþingi og ríkisstjórn  létu undan.Kosningar voru ákveðnar fyrr en ella.Forsætisráðherrann sagði af sér. En það var ekki nóg. Fjármálaráðherrann sat sem fastast. 

Það er furðulegt,að eftir það sem á undan er gengið skuli Björt framtíð og Viðreisn nú lyfta einum þeirra ráðamanna sem voru í skattaskjóli upp í valdastóla.Þar á ég við sjálfan fjármálaráðherrann( BB) sem var í Panamaskjölunum og samkvæmt þeim í skattaskóli.Ég gef ekkert fyrir skýringar hans.Það hafa allir sem eru í skattaskjólum einhverjar skýringar og ekki stóð á skýringum Sigmundaar Davíðs. En aðalatriðið er þetta: Sá,sem fer í skattaskjól ætlar sér að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi.Í öllum siðuðum löndum hefði fjármálaráðherra,sem uppvís væri að slíku orðið að segja af sér en ekki í bananalýðveldinu Íslandi.

Ég er ekki hissa á,að Viðreisn skuli vilja viðhalda völdum Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir framanritað.Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum.En ég er gáttaður á Bjartri framtíð,þar eð sá flokkur hefur boðað ný vinnubrögð.Hér eru nokkrar staðreyndir úr skýrslu starfshópsins um skattaskjólin,sem ættu að opna augu Bjartrar framtíðar fyrir því hvað flokkurinn er að gera með því að framlengja völd skattaskjólsflokks:

580 milljarðar kr hafa safnast saman á aflandssvæðum ( skattaskjólum) frá 1990.Árlegt tekjutap hins opinbera vegna eigna á aflandssvæðum er 4,6 milljarðar.Hér kemur það fram svart á hvítu hvaða afleiðingar það hefur fyrir íslenska ríkið og aðra ísl. skattgreiðendur að menn fari með fjármuni sína í skattaskjól.Sá stjórnmálamaður sem uppvís er að slíku á að segja af sér um leið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband