Grunnlífeyrir felldur niður.Skerðir kjör 4200 eldri borgara

Um áramótin féll grunnlífeyrir almannatrygginga niður.Við það urðu  4200 eldri borgarar fyrir verulegri kjaraskerðingu.

Eldri borgarar hafa litið á grunnlífeyrinn sem heilagan; hann mætti ekki snerta.Það olli því mikilli óánægju þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG skerti grunnlífeyri og felldi niður hjá þeim,sem höfðu mjög góðan lífeyrissjóð.Þáverandi ríkisstjórn taldi þetta nauðsynlegt vegna mikilla efnahagserfiðleika.En Félag eldri borgara Reykjavík gagnrýndi þetta harðlega.Því var þess vegna fagnað þegar grunnlífeyrir var endurreistur eftir þingkosningarnar 2013.En Adam var ekki lengi í paradís.Nú er grunnlífeyrir felldur alveg niður samkvæmt nýju breytingunum á almannatryggingum,sem tóku gildi um áramót.Margir,sem höfðu 40 þúsund fyrir skatt frá almannatryggingum fengu því ekki krónu þaðan frá áramótum þó þeir hafi verið búnir að greiða alla sína starfsævi til trygginganna,beint og óbeint; með tryggingagjaldi og sköttum,Þeir voru strikaðir út úr kerfi almannatrygginga..Það er spurning hvort þetta stenst.Þessir eldri borgarar voru búnir að greiða til almannatrygginga og ríkisins  alla sína starfsævi til þess að njóta þess þegar þeir færu á eftirlaun.Það er verið að breyta almannatryggingum í fátækraframfærslu en það var ekki ætlunin,þegar almannatryggingar voru stofnaðar; þá áttu þær að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Verkalýðshreyfngin hefur stutt þetta sjónarmið.

Í umsögn Félags eldri borgara í Rvk um breytingarnar á almannatryggingum gagnrýndi félagið það harðlega að grunnlífeyrir yrði felldur niður.FEB benti einmitt á,að 4200 eldri borgarar yrðu fyrir kjaraskerðingu af þessum sökum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband