Tillögu Viðreisnar um uppboðsleið aflaheimilda hafnað!

Eitt helsta mál Viðreisnar í kosningabaráttunni var að setja ætti aflaheimildir á uppboðsmarkað og beita  frekari markaðslausnum í sjávarútveginum.Björt framtíð tók undir þetta.En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn slegið þetta mál út af borðinu.Þetta átti að vera helsta leið Viðreisnar til tekjuöflunar.Sjálfstæðisflokkurinn vill breyta eitthvað veiðigjöldunum en jafnvel til lækkunar,.þar eð krónan hefur styrkst mikið.Fréttatíminn segir frá þessu.

Þetta er annað stórmálið,sem Sjálfstæðisflokkurinn slær út af borðinu hjá Viðreisn.Hitt málið var þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB.Það var og er stærsta mál Viðreisnar og olli úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum.En svo virðist sem áhugi Framsóknar og VG á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi leitt til þess að Sjálfstæðiaflokkurinn hagar sér við Viðreisn eins og flokknum sýnist og það liggur við að Bjarni og Co sé farið að niðurlægja Viðreisn og BF.Bjarni telur greinilega að samstarfsflokkunum nægi að fá ráðherrastóla og sennilega á hann þar kollgátuna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þessi ríkisstjórn sem er á teikniborðinu mun mjög líklega byrja á því að setja lögbann á sjómannaverkfallið og fella síðan gengið. Aldraðir eru ekki á dagskrá hjá þessu fólki held ég en hef vonandi rangt fyrir mér. Mikill er máttur LÍÚ nei afsakið LíÚ nafnið er ónýtt og var því breytt í SFS og mikill er máttur SFS!!

Sigurður I B Guðmundsson, 6.1.2017 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband