Frítekjumark vegna atvinnutekna lægra en í kreppunni!

 

!

Margir eldri borgarar,sem vinna fyrir litlum atvinnutekjum,í kringum 100 þúsund á mánuði, kvarta sáran yfir skerðingu tryggingslífeyris vegna atvinnuteknanna.Fráfarandi ríkisstjórn sagðist vilja greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara en gerði þveröfugt.Hún lækkaði frítekjumarkið vegna atvinnutekna úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur á mánuði.Það var mikið gagnrýnt þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG lækkaði frítekjumarkið í 40 þúsund kr á mánuði vegna efnahagserfiðleika af völdum bankahruns.Það skall á kreppa hér vegna bankahrunsins.Og í byrjun þess tímabils var þjóðin á barmi gjaldþrots.En hver hefði trúað því,að þegar rofað hefur til í efnahagsmálum og ríkisstjórnin segir,að það sé komið góðæri þá lækki stjórnin frítekjumarkið meira en gert var á kreppuárunum eða í 25 þúsund krónur á mánuði.Það er ótrúlegt og óskiljanlegt.Það ætti ekki að vera nein skerðing vegna atvinnutekna,m.a. vegna þess að ríkið fær skatta af þeim tekjum sem eldri borgarar vinna sér inn og það er hagstætt fyrir þjóðfélagið,að eldri borgarar taki þátt í verðmætasköpun eftir því ,sem þeir treysta sér til og heilsa þeirra leyfir.Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður FEB í Rvk segir,að fjöldi eldri borgara hafi unnið við það að vera leiðsögumenn erlendra ferðamanna. Þeir muni nú hætta vegna lægra frítekjumarks. Einnig hafi margir eldri borgarar setið yfir í prófum í háskólunum.Þeir muni einnig hætta af sömu orsökum.
Sá eldri borgari ,sem hefur í dag 100 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði fær samkvæmt útreikningi TR útborgaðar 266 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Skattar og skerðingar eru rúmlega 100 þúsund krónur.Með öðrum orðum:Ríkið hirðir allar 100 þúsund krónurnar og rúmlega það Ekkert verður eftir hjá eldri borgaranum.!.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband