Réttindi aldraðra skert með einu pennastriki; leiðrétt aftur á 4 árum!

Fyrir síðustu kosningar töluðu margir frambjóðendur um að bæta stöðu aldraðra,þar á meðal að greiða fyrir atvinnuþáttöku þeirra.Fyrrverandi ríkisstjórn skerti frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna með einu pennastriki.Núverandi ríkisstjórn lofaði að leiðrétta þetta aftur.Það er nú komið í ljós hvernig nýja ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta þetta: Hún ætlar að gera það í áföngum á 4 árum.Með öðrum orðum:Það sem var afnumið með einu pennastriki verður leiðrétt á ný á 4 árum.Ekki geta þetta talist stórmannlegar aðgerðar til stuðnings öldruðum.Hér vantar greinilega viljann.Ef núverandi ríkisstjórn  vildi virkilega greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra yrði þetta leiðrétt strax.Það er ekki eftir neinu að bíða.

Björgvin Guðmundsson


Bótasvikum logið upp á íslenska eldri borgara og öryrkja!

Árið 2013 sagði fulltrúi ríkisskattstjóra,að "bótasvik"  aldraðra og öryrkja í kerfi almannatrygginga á Íslandi væru 3,4 milljarðar á ári.Nú hefur verið upplýst,að þetta var rangt.Þessu var logið upp á íslenskt lífeyrisfólk.Byggt var á danskri skoðunarkönnun,ekki rannsókn,heldur skoðunarkönnun  og ríkisendurskoðun og Tryggingastofun gáfu sér síðan ,að bótasvik yrðu eins mikil á Íslandi eins og einhver skoðunarkönnun i  dönskum sveitarfélögum gaf til kynna um bótasvik í Danmörku..Þetta er fáheyrt og það verður að gera þá kröfu til Tryggingastofnunar,að hún biðji aldraða og öryrkja afsökunar á þessari framkomu við þá.-

Andstæðingar almannatrygginga á Íslandi stigu strax í ræðustól á alþingi og áttu ekki nógu sterk orð yfir mikil "bótasvik" Íslendinga.Vigdís Hauksdóttir ýkti upphæðina og talað um  hærri upphæð en danska skoðunarkönunin hafði nefnt og Bjarni Benediktsson fór strax að ræða um bótasvik á Ísland.-Í ljós hefur komið,að bótasvik aldraðra og öryrkja á Íslandi eru lítil sem engin!

Það er stutt síðan upplýst var, að  alþingi og Tryggingastofnun hefðu fyrir mistök tekið 5 milljarða af öldruðum og öryrkum án lagaheimildar,þ.e. í janúar og febrúar 2017.Og þau mistök,sem nú hefur verið upplýst um eru ekki síður alvarleg.Það er erfitt að meta það til fjár,þegar tvær ríkisstofnanir sameinast um að  reyna að hafa æruna af öldruðum og öryrkjum á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 29. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband