Réttindi aldraðra skert með einu pennastriki; leiðrétt aftur á 4 árum!

Fyrir síðustu kosningar töluðu margir frambjóðendur um að bæta stöðu aldraðra,þar á meðal að greiða fyrir atvinnuþáttöku þeirra.Fyrrverandi ríkisstjórn skerti frítekjumark aldraðra vegna atvinnutekna með einu pennastriki.Núverandi ríkisstjórn lofaði að leiðrétta þetta aftur.Það er nú komið í ljós hvernig nýja ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta þetta: Hún ætlar að gera það í áföngum á 4 árum.Með öðrum orðum:Það sem var afnumið með einu pennastriki verður leiðrétt á ný á 4 árum.Ekki geta þetta talist stórmannlegar aðgerðar til stuðnings öldruðum.Hér vantar greinilega viljann.Ef núverandi ríkisstjórn  vildi virkilega greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra yrði þetta leiðrétt strax.Það er ekki eftir neinu að bíða.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband