Bótasvikum logið upp á íslenska eldri borgara og öryrkja!

Árið 2013 sagði fulltrúi ríkisskattstjóra,að "bótasvik"  aldraðra og öryrkja í kerfi almannatrygginga á Íslandi væru 3,4 milljarðar á ári.Nú hefur verið upplýst,að þetta var rangt.Þessu var logið upp á íslenskt lífeyrisfólk.Byggt var á danskri skoðunarkönnun,ekki rannsókn,heldur skoðunarkönnun  og ríkisendurskoðun og Tryggingastofun gáfu sér síðan ,að bótasvik yrðu eins mikil á Íslandi eins og einhver skoðunarkönnun i  dönskum sveitarfélögum gaf til kynna um bótasvik í Danmörku..Þetta er fáheyrt og það verður að gera þá kröfu til Tryggingastofnunar,að hún biðji aldraða og öryrkja afsökunar á þessari framkomu við þá.-

Andstæðingar almannatrygginga á Íslandi stigu strax í ræðustól á alþingi og áttu ekki nógu sterk orð yfir mikil "bótasvik" Íslendinga.Vigdís Hauksdóttir ýkti upphæðina og talað um  hærri upphæð en danska skoðunarkönunin hafði nefnt og Bjarni Benediktsson fór strax að ræða um bótasvik á Ísland.-Í ljós hefur komið,að bótasvik aldraðra og öryrkja á Íslandi eru lítil sem engin!

Það er stutt síðan upplýst var, að  alþingi og Tryggingastofnun hefðu fyrir mistök tekið 5 milljarða af öldruðum og öryrkum án lagaheimildar,þ.e. í janúar og febrúar 2017.Og þau mistök,sem nú hefur verið upplýst um eru ekki síður alvarleg.Það er erfitt að meta það til fjár,þegar tvær ríkisstofnanir sameinast um að  reyna að hafa æruna af öldruðum og öryrkjum á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sem ég tók eftir í viðtali RUV við ríkisskattstjóra var að hann rukkar lífeyrisþega um 15% álag á allar endurgreiðslur á ofgreiddan lífeyri. Nú er ekki minna um að lífeyrisþegar eiga inneign hjá Tryggingastofnun. Hefur engum dottið í hug að krefja Tryggingastofnun um 15% álag þegar að stofnunin endurgreiðir vangreiddan lífeyri?

Svo er annað sem ég hef tekið eftir og það er að Tryggingastofnun telur fram á skattskýrslum tekjur sem hafa ekki verið greiddar til lífeyrisþega (inneignir þeirra). Það lítur út fyrir að Tryggingastofnun viti í síðasta lagi þann 31. desember ár hvert að viðkomandi lífeyrisþegi eigi innistæðu hjá stofnuninni. Samt kemst stofnunin upp með að endurgreiða ekki lífeyrisþegunum fyrr en eftir 6-7 mánuði, án allra uppbóta eins og álags. Er ekki verið að brjóta reglur á lífeyrisþegum, þ.e. ríkið má skammta sér skaðavexti en þarf ekki að bæta þeim sem það skuldar neitt?

Anna Kr. Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband