Kvótakerfið bitnar á Akranesi!

Hingað til hefur kvótakerfið einkum bitnað á dreifðum sjávarbyggðum víðs vegar um land.En nú bitnar það einnig á Akranesi.Grandi og Haraldur Böðvarsson voru sameinuð 2004 og var látið líta svo út eins og alls staðar þar sem slík sameining hefur átt sér stað,að taka ætti tillit til hagsmuna heimamanna.Þannig var Sturlaugur Sturlaugsson  frá Haraldi Böðvarssyni í  lykilstöðu í byrjun eftir sameinunguna.En það stóð ekki lengi,ekki frekar en annars staðar úti á landi,þar sem stór útgerðarfyrirtæki skilja eftir sig sviðna jörð.Grandi ætlar nú að segja upp 93 manns á Akranesi,einkum konum. Grandi segir,að það sé vegna erfiðleika í botnfiskvinnslu og ætlar að leggja slíka vinnslu af á Akranesi.Erfiðleikar Granda eru þó ekki meiri en það,að félagið ætlar að greiða hluthöfum tæpa 2 milljarða í arð núna.

Grandi hefur verið eitt þeirra sjávarútvegsfyrirtækja,sem grætt hefur á tá og fingri undanfarið.Þetta er því aðeins spurning og stefnu og vilja félagsins.Akranes hjálpaði félaginu um kvóta á sínum tíma.Grandi hefur gleymt því.Grandi virðist telja,að nú sé tímabært að greiða starfseminni á Akranesi náðarhöggið. Grandi hefur haft það gagn af starfseminni á Akranes sem félagið ætlaði sér.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grandi að gera það sama við Akranes og Haraldur Böðvarsson gerði við Sandgerði og fleiri staði. HB menn voru duglegir við að sameinast og taka kvóta og skip frá minni fyrirtækjum á landsbyggðinni og skilja eftir sviðna jörð. Nú hlakkar í hundruðum landsbyggðarmanna sem máttu sjá vinnu sína og framtíðarvonir bæjarfélagsins fluttar til Akranes.

HB Grandi ætlar að greiða hluthöfum tæpa 2 milljarða í arð núna, sem er minna en ef hluthafar hefðu átt peningana á bundinni bankabók. Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum eru ekki vinsæl og skila litlum arði af fjárfestingu. Inneign í banka og Ísbúð í vesturbænum skila hlutfallslega hærri arði af fjárfestingu.

Jós.T. (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband