Brexit: Staða Íslands versnar í Bretlandi!

 

Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, afhenti í gær Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópu, bréf forsætisráðherra Breta sem kveður á um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu.Talið er,að samningaviðræður um úrsögn Breta taki 2 ár.

Úrsögn Bretlands mun veikja Bretland efnahagslega.Þeir geta ekki hafið neina samninga um nýja viðskiptasamninga fyrr en úrsagnarferlinu er lokið.Hætt er við því,að einhver bresk fyrirtæki muni flytja yfir á meginlandið til þess að vera innan ESB og á innri markaðnum.Bretar munu fara af innri markaði ESB við úrsögnina.Þeir halda engum viðskiptafríðindum við ESB nema með nýjum samningum.Þeir verða að gera nýja tvíhliða viðskiptasamninga og þeir verða aldrei eins hagstæðir og þeir samningar,sem felast í ESB og EES.Þá missa þeir einnig öll atvinnuréttindi á markaði ESB og verða að semja um slík réttindi að nýju.

Staða Íslands  versnar einnig í Bretlandi við úr sögnina úr ESB.Öll okkar tollfríðindi og viðskiptafríðindi falla niður við Brexit.Við verðum að semja við Bretland á. Við náum aldrei eins góðum samningum og við nutum samkvæmt EES.En við munum reyna.Við byrjum á byrjunarreit gagnvart Bretum á ný.Meira að segja loftferðasamningar falla úr gildi. Öll réttindi Íslendinga til þess að stunda atvinnu og fyrirtækjarekstur í Bretlandi falla niður og það verður að semja um þetta allt á ný.Það er misskilningur,að halda,að það felist einhver ný tækifæri í því fyrir Ísland,að Bretar gangi úr ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin

Enga reglur sem eru nú í gangi breytast ekki strax, og báða lönd verð fyrir útan ESB og það verð möguleiki að samna allt á nýtt. Bretland þarf Ísland.

Merry (IP-tala skráð) 30.3.2017 kl. 10:25

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þegar Bretland fer úr ESB missir Ísland tollfríðindi sín í Bretlandi og verður að semja um þau á ný.Island missir einnig ýmis réttindi,sem, það hefur i Bretlandi i dag vegna þess að Bretland er í  ESB og EES  svo sem atvinnuréttindi og rétt til atvinnutrekstrar.Semja verður um þetta allt upo á nýtt.Ég er aðeins að rekja staðreyndir.

Björgvin Guðmundsson, 31.3.2017 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband