ESB undirbýr stofnun gjaldeyrissjóðs,hliðstæðan AGS

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að undirbúa stofnun evrópsks gjaldeyrissjóðs í líkingu við AGS, sem ætlað er að koma aðildarríkjum í efnahagshremmingum til bjargar.

Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórninni, segir að framkvæmdastjórnin sé reiðubúin að leggja til stofnun slíks sjóðs sem nyti stuðnings evrulandanna. Hann leggur þó áherslu á að fjárhagsaðstoð úr sjóðnum yrði bundin ströngum skilyrðum. Rehn segir að framkvæmdastjórnin sé í nánu samstarfi við stjórnvöld í Þýskalandi, Frakklandi og fleiri löndum vegna málsins. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir í samtali við blaðið Welt am Sonntag að sjóðnum sé ekki ætlað að vera í samkeppni við AGS en til að halda stöðugleika á evrusvæðinu þurfi stofnun sem hafi reynslu og myndugleika AGS.(ruv.is)

 

.Þetta er athyglisvert framtak hjá ESB. Ef til vill mundu umsóknarlönd eins og Ísland fá aðgang að sjóðnum.Í öllu falli hefi ég fulla trú á því að ESB geti aðstoðað Ísland við að komast út úr efnahagsþrengingunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband