Lækkun bóta aldraðra og öryrkja kemur ekki til greina

Um þessa helgi eiga fagráðuneytin að skila tillögum sínum um niðurskurð í rekstri.Eitt er að leggja fram tillögur og annað að fara eftir þeim. Ég hefi greint frá því að 2009-2110 voru það aðeins félags-og tryggingamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið sem verulega skáru niður.Önnur ráðuneyti stóðu í stað eða juku útgjöld sín.Þetta gengur þvert á markmið ríkisstjórnarinnar að hlífa velferðarkerfinu.

Á undanförnum 12 mánuðum hafa laun verkafólks og lágt launaðra ríkisstarfsmanna hækkað um 23 þús. á mánuði eða um ca. 16%.Á sama tíma hefur lífeyrir ekkert hækkað. Eldri borgarar og öryrkjar eiga því þessar hækkanir inni.Þegar svona er ástatt kemur ekki til greina að lækka bætur þessara hópa í ofanálag.Þvert á móti á að hækka þær enda ekki unnt að lifa sómasamlega að þeim bótum,sem nú gilda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband