Var Jóni Bjarnasyni hótað?

Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG sagði á alþingi,að Jóni Bjarnasyni ráðherra hafi verið hótað við atkvæðagreiðslu um ESB á alþingi og sagt,að ef hann kysi með tllögu Sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu væri ekki víst,að hann héldi ráðherraembætti lengi. Ekki veit ég hvort þetta er rétt eða ekki en mér finnst það ekki skipta máli. Aðalatriði málsins er það að Vinstri grænir samþykktu við myndun stjórnar með Samfylkingunni,að sótt skyldi um aðild að ESB og samningsniðurstöður lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu.Um leið og Jón Bjarnason tók sæti í ríkisstjórninni féllst hann á að standa að aðildarumsókn að ESB.Ríkisstjórnin lagði fram tillögu á alþingi um að sótt skyldi um aðild að ESB. Með því að um ríkisstjórnartillögu var að ræða var Jón Bjarnason bundinn af henni eins og aðrir ráðherrar.Ráðherra,sem snýst gegn stjórnarfrumvarpi eða stjórnartillögu getur ekki reiknað með að halda ráðherraembætti sínu lengi. Svo einfalt er það. Það þurfti því engar hótanir í garð Jóns Bjarnasonar. Hann gat sagt sér þetta sjálfur. Það er hins vegar undrunarefni hvað hann hefur haldið ráðherraembættinu lengi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband