Samkomulag við banka og lífeyrissjóði í dag eða á morgun?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það komi í ljós í dag eða á morgun hvort samkomulag takist milli stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða um lausn á skuldavanda heimilanna. Vonir um að það takist hafi hins vegar dofnað síðustu daga. Ráðherra útilokar ekki lagasetningu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forsætisráðherra sýna ótrúlegt langlundargeð.

Hann rifjaði það upp á Alþingi í morgun að forsætisráðherra hefði margoft lýst því yfir að lausn á skuldavanda heimilanna væri á næsta leiti. Það hefði ráðherra gert allt frá því að fjölmenn mótmæli voru við Alþingishúsið á sama tíma og hann flutti stefnuræðu sína þann fjórða október.


Jóhanna Sigurðardóttir hefur fundað með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til lausnar skuldavandanum.


Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að ljóst sé að stór hópur fólks eigi í fjárhagserfiðleikum. Bankar og sparisjóðir hafi afskrifað um 22 milljarða króna af skuldum heimilanna með þeim úrræðum sem þegar standa skuldugum heimilum til boða. Guðjón segir það ekki stranda á fjármálafyrirtækjum að koma frekar til móts við skuldug heimili. Hann vill þó ekki segja hvað komi í veg fyrir samkomulag við stjórnvöld.(ruv.is)

Vonandi næst samkomulag við banka og lífeyrissjóði.En náist það ekki mun alþingi sjálfsagt setja lög um málið. Það er breiður stuðningur við að leysa málið með lögum,ef ekki næst samkomulag.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband