Álit Skipulagsstofnunar útilokar ekki álver á Bakka

Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík leiðir fátt nýtt í ljós að mati sveitarstjóra Norðurþings. Skipulagsstofnun birti í dag álit um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna 346 þúsund tonna álvers á Bakka við Húsvík. Þar kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd hefði verulega neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif.

Þetta mat nær til framkvæmda í fjórum þáttum; álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar tvö og háspennulínu frá þessum virkjunum að Bakka. Matið er unnið í kjölfar úrskurðar umhverfisráðherra frá því sumarið 2008 og hefur niðurstöðunnar því verið beðið í vel á þriðja ár.


Bergur Elías Ágústsson segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þær séu alls ekki vonbrigði. Megin niðurstaðan sé sú að framkvæmdaraðilar þurfi að taka tillit til ákveðinna þátta og það muni þeir gera og gera af metnaði. Fyrir íbúa á svæðinu sé þetta gleðidagur.


Bergur segir að frá því að Skipulagsstofnun hóf vinnu við sameiginlegt mat á umhverfismati fyrir rúmum tveimur árum hafi ýmsar upplýsingar bæst við sem hafi styrkt trú sína á svæðinu. Að auki verði að hafa í huga að Skipulagsstofnun meti umhverfisáhrifin út frá 346 þúsund tonna álveri. Bergur segir að sín túlkun á álitinu sé sú að menn verði að fara hægt af stað og það muni menn gera. Hann segir að það sé ekki sveitarfélagsins að ákveða stærð álvers á Bakka. Það sé fyrst og fremst þeirra aðila sem ætli að selja orkuna og þess aðila sem hana vilji nýta. Sveitarstjórn Norðurþings hafi í alllangan tíma lagt ríka áherslu á að hlutirnir fari af stað og þegar þessu sameiginlega mati sé lokið sé kominn tími til að skapa störf. (ruv.is)


 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband