Hvað viljum við fá fram á stjórnlagaþingi?

Kosið verður til stjórnlagaþings á morgun. Kosnir verða 25 fulltrúar en heimilt verður að fjölga fulltrúum í 31.Yfir 500 frambjóðendur eru í kjöri.Talsverður hluti þeirra hefur látið heyra í sér og við vitum hvað þeir standa fyrir.Áhugi á stjórnlagaþingi hefur aukist eftir því sem nær kosningum hefur dregið.Í fyrstu var áhugi á þinginu lítill en það hefur breytst.Góð þátttaka var í utankjörfundarkosningu en alls kusu þar rúmlega 10.000 manns.Gefur það vonir um að  kjörsókn á morgun geti orðið góð.

En hvað viljum við fá fram á stjórnlagaþingi? Flestir vilja að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur verði sett í stjórnarskrá ,einnig ákvæði um að náttúruauðlindir landsins verði sameign þjóðarinnar.Þá vilja margir að bann verði lagt við því að ráðherrar séu jafnframt alþingismenn. Telja menn að það mundi  undirstrika aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. En meira þarf til. Ég tel,að stjórnarandstaðan ætti að fá þingfosetann. Það mundi hindra eða torvelda að ríkisstjórn á hverjum tíma gæti stjórnað þinginu.Þannig er þetta í Noregi og hefur gefist vel. Hefur það stuðlað að auknu samstarfi  stjórnar og stjórnarandstöðu. Við þurfum einmitt á slíkri breytingu að halda.Ég tel ekki að gera eigi neinar róttækar breytingar á forsetaembættinu. Best er að hafa embættið óbreytt,eða að mestu leyti.Mér hugnast ekki sterkur forseti eins og í Bandaríkjunum eða í Frakklandi.Slík breyting mundi íta undir persónudýrkun en það hentar ekki Íslendingum.Málskotsréttur mætti vera hjá forseta þó lögleiddar væru þjóðaraatkvæðagreiðslur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband