Endurskoðun almannatrygginga: Fyrst verður að bæta kjörin

Miklar umræður hafa átt sér stað á RUV að undanförnu um lífeyrissjóðina og skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Félag eldri borgara og Landssamband eldri borgara telja,að ekki eigi að skerða tryggingabætur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Nú stendur yfir endurskoðun almannatrygginga.Í starfshóp um málið eru m.a. fulltrúar frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landssambandi eldri borgara.Öryrkjabandalagið hefur nú ákveðið að mæta ekki á fundum starfshópsins,þar eð ekki er útlit fyrir,að starfshópurinn ætli að leggja til neinar kjarabætur til handa lífeyrisþegum þrátt fyrir gífurlega kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja á krepputímanum.Öryrkjabandalagið krefst þess að kjör öryrkja verði leiðrétt vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og kveðst ekki munu mæta í starfshópnum fyrr en búið sé að leiðrétta kjörin.Kjaranefnd Félags eldri borgara  í Reykjavík kveðst hafa fullan skilning á þessari afstöðu Öryrkjabandalagsins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband