Samstaða vill fara fyrningarleiðina

Samstaða er nafnið á nýjum stjórnmálaflokki Lilju Mósesdóttur.Flokkurinn vill fara fyrningarleiðina í kvótamálinu. Þannig tekur flokkurinn upp aðalstefnumál stjórnarflokkanna frá síðustu kosningum.Vonandi stendur Samstaða betur við það stefnumál en stjórnarflokkarnir hafa gert. Það á eftir að sjá hvernig Samstaða útfærir fyrningarleiðina. En flokkurinn kveðst vilja afturkalla allar veiðiheimildir á ákveðnu árabili.En síðan eru margar undanþágur. Þannig tala fulltrúar flokksins um að veita þeim,sem keypt hafa veiðiheimildir sérmeðferð. Sigurður Ragnarsson varaformaður flokksins talar um að t,d, mætti gefa slíkum aðilum  forskot,þannig að þeir fengju að vera fyrstir að  bjóða í veiðiheimildir.Halda á strandveiðum og frístundaveiðum og taka tillit til sjávarbyggða við úthlutun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband