Vöruskiptin hagstæð um 105 milljarða sl. ár



Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru fyrir allt árið 2011 fluttar út vörur fyrir 626,4 milljarða króna en inn fyrir 521,9 milljarð króna fob (560,6 milljarða króna cif). Afgangur var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 104,5 milljörðum en árið áður voru þau hagstæð um 119,9 milljarða á sama gengi¹.

Vöruskiptajöfnuðurinn var því 15,4 milljörðum króna óhagstæðari en árið áður.

Samkvæmt bráðabirgðatölum voru í desembermánuði fluttar út vörur fyrir 60,4 milljarða króna og inn fyrir 53,4 milljarða króna fob (56,6 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því  hagstæð um 6,9 milljarða króna. Í desember 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 14,6 milljarða króna á sama gengi.¹

Í bráðabirgðatölum fyrir árið hefur verið leiðrétt fyrir verslun með skip og flugvélar á árinu 2011.
(Hagstofan)

Enda þótt vöruskiptajöfnuðurinn hafi verið örlítið óhagstæðari 2011 en 2010 er samt ástæða til þess að fagna því hve vöruskiptin eru hagstæð.Segja má,að allan krepputímann hafi vöruskiptajöfnuðurinn verið mjög hagstæður og það hefur hjálpað okkur að komast úr úr kreppunniu.Það er lágt gengi krónunnar,sem á stóran þátt í hagstæðum vöruskiptajöfnuði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband