Hefur Bjarni Benediktsson brotið af sér?

DV hefur undanfarið gert harða hríð að Bjarna Benediktssyni,formanni Sjálfstæðisflokksins  vegna aðildar hans að málum,sem tengjast bankahruninu. Nú síðast sagði DV,að Bjarni hefði undirritað lánsskjöl  upp á 10 milljarða og dagsett þau 4 dögum fyrr en hann skrifaði undir þau.Þetta gerðist í febrúar 2008.Helgi Seljan fréttamaður ræddi þetta mál og fleiri við Bjarna í kastljósi í gærkveldi.Í þættinum þjarmaði  Helgi að Bjarna en Bjarni varðist vasklega. Bjarni sagði,að það væri alvanalegt í viðskiptaheiminum,að lánskjöl eins og þau,sem hann skrifaði undir,væru dagsett nokkra daga til baka,ef samningar væru gerðir aðeins fyrr en undirskrift. Kvað hann málið hafa verið til umfjöllunar hjá sérstökum saksóknara og hann ekki séð ástæðu til athugasemda eða ákæru gagnvart honum. Bjarni kvaðst ekki hafa brotið nein lög og ekki gert neitt rangt.Helgi sagði einnig,að Bjarni hefði selt hlutabréf í Glitni upp á 120 milljónir í febrúar 2008 og spurði hvort Bjarni hefði haft einhverjar innherjaupplýsingar um stöðu bankans.Bjarni sagði,að svo hefði ekki verið.

Ef undirskrift Bjarna undir framangreind lánsskjöl stenst lög sé ég ekki að hann hafi gert neitt ólöglegt.Landsfundur Sjálfstæðisflokksins endurkaus Bjarna sem formann þrátt fyrir skrif DV um Bjarna.Hann er því fyllilega löglegur formaður.Síðan kemur í ljós í þingkosningum hversu mikils traust hann nýtur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin ekki það að ég ætli að fella dóma á einn eða neinn, þá virðist manni alltaf megin línan í pólítík þegar verið er að fjalla um svona hluti að stjórnmálafólkið segir gjarnan "ég braut engin lög" en nánast aldrei er spurt um siðferðileg álitaefni og eins það að stjórmálafólk sé nokkurntíma að velta fyrir sér hvort flokki þeirra og stefnu sé betur borgið ef þau myndu draga sig í hlé af vegna einhverra atvika sem orkuðu tvímælis siðferðilega.    

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband