Alþjóðasamfélagið hefði lokað á Ísland,ef við hefðum ekki gengið til samninga um Icesave.

Á meðan deilur stóðu sem hæst um Icesave mynduðust tvær fylkingar um málið.Annars vegar voru þeir sem vildu ekki semja,vildu ekki borga og hins vegar þeir sem vildu semja og sögðu að allar tafir á því sköðuðu þjóðarbúið mikið. Í seinni hópnum var Áfram hópurinn,sem hélt úti vefsíðu.Þar var m.a. Guðmundur Gunnarsson fyrrv, formaður Rafiðnaðarsambandsins,Benedeikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Talnakönnunar,Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka verslunar og þjónustu o.fl. Áfram hópurinn birti á vefsíðu sinni daglega tölur um fórnarkostnaðinn við að staðfesta ekki Icesave samning,þ.e. hvað það kostaði þjóðarbúið að bíða. Áfram hópurinn sagði,að fórnarkostnaðurinn  hefði verið orðinn 70% hærri en verg þjóðarframleiðsla Íslands 2011 en hún nam 1626 milljörðum það ár.Það er ljóst,að allar tafirnar á að staðfesta Icesave samning hafa kostað þjóðarbúið gífurlega mikla fjármuni.

En ef farið hefði verið að ráðum andstæðiinga Ice save samninga og neitað að setjast að samningaborði hefðum við ekki fengið neina lánafyrirgreiðslu hjá AGS og ekki heldur hjá Norðurlöndunum.Ísland hefði þá einangrast og átt fullt í fangi með að fá brýnustu nauðsynjar til landsins.Þjóðargjaldþrot hefði þá blasað við.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert af hræðsluáróðri nefndra samtaka og einstaklinga á við nein rök að styðjast. Skuldaklukkan hjá Áframhópnum var komin í á þriðja þúsund milljarða á meðan þeir birtu plaköt af hákarli gleypa íslendinga. Þetta var svo hlæilegt að það hlustaði enginn á þetta þvaður eins og raunin sýndi.

Við gengum ekki til samninga. Það var aldrei samið, aðeins gerð drög að samningum. A"alþjóðasamfélagið" (hvern fjandan.sem sá frasi þýðir) lokaði ekki á íslendinga og hefur ekki enn gert.

Taktu þessu eins og maður. Þú hafðir rangt fyrir þér. Það hverfur ekki sama hvað þú fjasar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2013 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband