Systrafundur í Reykjavík

(Smellið á myndina til þess að komast inn á gudmundsson.blog.is)

Á skírdag var þriðja veislan haldin í Katrínarlind í tilefni af 80 ára afmæli Dagrúnar,konu minnar.Guðný,systir Dagrúnar,sem býr á Selfossi,kom í heimsókn til okkar Dagrúnar ásamt manni sínum Þórdóri Pálssyni.Það var því haldinn langþráður systrafundur. Þorvaldur,elsti sonur okkar,var í veislunni.Áttum við góða stund saman.Veisluföng voru góð og líkuðu vel.Veðurguðirnir sýndu Guðnýju og manni hennar þá tillitssemi að bíða aðeins með að blása upp ofsaroki,sem spáð hafði verið og þurftu þau því ekki að flýta eins mikið og ella til baka aftur yfir heiðina.Fyrsta afmælisveisla Dagrúnar var haldin á afmælisdaginn,1.apríl,fyrir börn okkar og tengdabörn. Önnur afmælisveislan var haldin 5.apríl fyrir barnabörnin og veislan í gær var því sú þriðja.Allur þessi afmælisfagnaður hefur tekist mjög vel og Dagrún hefur verið glöð og ánægð.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband