Krossfestingar Krists minnst

Í dag er föstudagurinn langi.Þá minnast kristnir menn um allar heim krossfestingar Jesú Krists.Kristur dó á krossinum fyrir synduga menn til þess að þeir öðluðust eilíft líf  enda myndu þeir trúa á Jesú.Krossfestingin og upprisan á páskadag skipta gífurlega miklu máli í kristindómnum.

Árið  1968 átti ég þess kost að fara til Ísrael.Var ég í Jerusalem á föstudaginn langa og gekk þá upp Via Delarosa til Golgata,þar sem krossfestingin átti sér stað.Fjöldi fólks úr ólíkum söfnuðum var að ganga upp á Golgata á föstudaginn langa og báru margir krossa til minningar um krossfestingu krists.Var mjög áhrifamikið að ganga upp á Golgata þennan dag.Líður mér seint úr minni ganga margra hópa með krossa upp á Golgata.

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband