"Heimilin borga uppbætur til útflutningsfyrirtækjanna og ríkissjóður borgar heimilunum skaðabætur fyrir að hafa greitt uppbæturnar"

Þorsteinn Pálsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar segir hann m.a.:( Smellið á myndina til þess að komast inn á gudmundsson.blog.is)

"Ríkisstjórnin þreytist ekki á að segja þjóðinni að hrun krónunnar hafi verið mesta gæfa þjóðarinnar í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Á sama tíma segir hún að gengishrunið hafi verið forsendubrestur sem skattborgararnir þurfi að bæta þeim sem skulduðu húsnæðislán. Enginn slær hendi á móti peningum. En það sem flestir eiga erfitt með að skilja er þetta: Hvernig gat gengishrunið bæði verið gæfa og bótaskyldur forsendubrestur?"

"Sú ákvörðun meirihluta Alþingis að niðurgreiða skuldir einstaklinga vegna gengishruns er í verki viðurkenning á því að gjaldmiðillinn er ónothæfur. Það er eins og að hrópa upp í vindinn að afneita því með orðum þegar verkin segja aðra sögu. Að þessu virtu má segja að Framsókn sé með sterkustu rökin fyrir nýjum stöðugum gjaldmiðli. 
 Engin önnur Evrópuþjóð hefur greitt jafn háar skaðabætur úr ríkissjóði vegna tjóns sem gjaldmiðillinn hefur valdið. Forsætisráðherra segir reyndar að það sé heimsmet. Eftir lögmáli rökræðunnar er hin hliðin á því meti lélegasti gjaldmiðill í heimi.Þá kunna einhverjir að spyrja: Er ekki ljómandi gott að hafa kerfi þar sem heimilin borga uppbætur til útflutningsfyrirtækjanna og ríkissjóður borgar heimilunum skaðabætur fyrir að hafa greitt uppbæturnar? Verkurinn er sá að það kerfi er uppskrift að óðaverðbólgu. Það er svo vel þekkt Íslandssaga að óþarfi er að ganga á vegginn til að læra þau sannindi."

Góð grein hjá Þorsteini.

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband