Skerðing tryggingabóta aldraðra hjá almannatryggingum verði afnumin

Miklar  skerðingar tryggingabóta aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði valda mikilli óánægju.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi málið á fundi sínum í gær.Nefndin samþykkti eftirfarandi ákyktun um málið:

Kjararanefnd Félags eldri borgara í Reykjavík telur,að afnema eigi skerðingu tryggingabóta aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Kjaranefnd minnir á, að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar.Ekki var reiknað með því,að greiðslur úr lífeyrissjóðum mundu skerða lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Í dag er skerðingin svo mikil að óánægjan með hana ógnar lífeyrissjóðunum og almannatryggingum.Enda þótt ákvörðun um skerðingu tryggingabóta aldraðra hafi verið tekin af alþingi og stjórnvöldum láta margir lífeyrisþegar óánægju sína bitna á lífeyrissjóðunum.

Einhleypur lífeyrisþegi,sem hefur 70 þús. kr. í lífeyri frá lífeyrissjóði  á mánuði, sætir 63ja þús. kr. skerðingu á mánuði hjá Tryggingastofnun; ( miðað við greiðslur fyrir skatt);ígildi þess,að lífeyrir hans hjá lífeyrissjóði hafi verið skertur um 63 þús. kr. á mánuði. Sá,sem aldrei hefur borgað neitt í lífeyrissjóð fær svipaða upphæð greidda frá almannatrygginum og sjóðþeginn fær samanlagt úr lífeyrissjóði og almannatryggingum.Þetta er mikið ranglæti og þetta  verður að leiðrétta.

Kjaranefnd skorar á ríkisstjórn og alþingi að afnema þessar skerðingar.Ef það þykir of kostnaðarsamt að afnema skerðingarnar í einum áfanga  má gera það í 2-3 áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband