Hvers vegna hætti Guðni við?

Mjög misvísandi skýringar eru á lofti um það hvers vegna Guðni Ágústsson hætti við framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur. Ein skýringin er sú,að kjördæmisráð Framsóknar hafi ekki getað fallist á tillögu Guðna um að víkka út listann og láta hann ekki aðeins ná til Framsóknarmanna heldur einnig til flugvallarsinna ( stuðningsmanna Reykjavíkurflugvallar). Formaður kjödæmisráðsins neitar þessu og segir að Guðni hafi haft fullt umboð til að ganga frá listanum og jafnvel að víkka hann út.En önnur skýring,sem gengur manna á meðal er sú,að Sigmundur Davíð formaður hafi lagst gegn framboði Guðna.Hann hafí óttast,að Guðni mundi skyggja á sig,ef hann settist í borgarstjórn og léti brandarana fjúka þar.

Það var óneitanlega djörf hugmynd hjá Guðna að fá flugvallarsinna til liðs við lista Framsóknar í Reykjavík.Slíkur listi hefði sjálfsagt fengið talsvert fylgi og sennilega 2 borgarfulltrúa kjörna.En ég reikna með,að ekki hafi allir framámenn Framsóknar verið hrifnir af þessari hugmynd. Framboð Guðna Ágússonar hefði örugglega styrkt Framsókn í Reykjavík. Guðni er mjög vel þekktur,sem fyrrverandi formaður flokksins og ráðherra og hann er skemmtilegur.En spurningin er þessi: Hefði hann skyggt á Sigmund Davíð?

 

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband