Formanni kjaranefndar FEB þökkuð góð störf

 

 

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var haldinn í gær.Mikið fjölmenni var á fundinum.Samþykktar voru skeleggar ályktanir  um kjaramál.Var þess m.a krafist að ríkisvaldið skilaði öldruðum strax þeim fjármunum,sem stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að skila þeim vegna kjaragliðnunar krepputímans og kjaraskerðingar frá  árinu 2009.Einnig var skorað á stjòrnvöld að afnema skerðingu almannatrygginga á lífeyri eldri borgara vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.

Formaður FEB,Þórunn Sveinbjörnsdóttir,var endurkosinn formaður.Hún varð sjálfkjörinn.Þórunn flutti mikla hólræðu um formann kjaranefndar fyrir góð störf í kjaranefnd og fyrir skeleggar baráttugreinar i þágu eldri borgara í dag- blöðunum.Fundarmenn töku undir orð formanns með miklu lófataki.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband