Ríkið kúgaði hjúkrunarfræðinga.Samningsréttur í raun tekinn af hjúkrunarfræðingum.

Þau tíðindi gerðust í gærkveldi,að samkomulag náðist í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins.Fréttamenn spurðu formann Félags ísl. hjúkrunarfræðinga hvort ríkið hefði komið með nýtt tilboð. En hann svaraði því neitandi.Samninganefnd hjúkrunarfræðinga breytti einfaldlega um afstöðu og ákvað að samþykkja

tilboð,sem áður hafði verið hafnað eða eins og formaður samninganefndar hjúkrunarfræðinga sagði þá vildi hann og samninganefndin leyfa hjúkrunarfræðingum að greiða atkvæði um þetta tilboð þó kröfur hjúkrunarfræðinga hefðu ekki náð fram að ganga.

Ég bar tilboðið til hjúkrunarfræðinga (samkomulagið)saman við samning Flóabandalagsins (Efling o.fl.)og mér virtist,að samkomulagið við  hjúkrunarfræðinga væri aðeins lakara en samningurinn við Flóabandalagið.Það er því alveg ljóst hvað hér hefur gerst.Ríkinu hefur tekist að kúga hjúkrunarfræðinga.Í rauninni hefur samningsrétturinn verið tekinn af hjúkrunarfræðingum.Viðræður hjúkrunarfræðinga við ríkið (fyrir lagasetningu) voru málamyndaviðræður.Ríkið bauð aðeins það sama og atvinnurekendur (SA) buðu  á almennum

markaði.Þetta var alger óvirðing og móðgun við hjúkrunarfræðinga. Siðan voru sett kúgunarlög og í skjóli valdboðs,lagaboðs voru samningar SA pýndir ofan í hjúkrunarfræðinga.

Spurning er hvort HJÚKRUNARFRÆÐINGAR samþykkja samninga sem svona eru til komnir.Það er óvíst.En aðstæður geta verið margvíslegar hjá hjúkrunarfræðingum. Sumir eiga ekki heimangengt og geta ekki farið til vinnu erlendis.Aðrir taka skrefið til fulls og fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband