Kvikmynd um Chopin

Meðal þeirra tónskálda,sem ég held mest upp á er Frédéric Chopin.Hann er pólskur.Mér þykja píanotónverk hans frábær.Ég sá kvikmynd um ævi Chopin,þegar ég var unglingur.Cornel Wilde lék aðalhlutverkið,Chopin.Þetta var mjög góð kvikmynd og ég varð mjög hrifinn af henni.Ég sá þessa mynd ekki aftur í mjög langan tíma en fyrir stuttu datt ég ofan á hana á You Tube. Mêr þótti hún alveg jafn góð og í gamla daga.Og myndin rifjaði upp gamlar endurminningar.Meðal vinsælustu píanotónverka  Chopin eru Polonaise og Nocturnes (mörg smáverk),mjög falleg og áhrifamikil verk.

Chopin varð ekki nema 39 ára.Hann var mikill þjóðernissinni og barðist fyrir sjálfstæði Póllands.Hann lifði mestan hluta ævi sinnar í París.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband