Kjör aldraðra og öryrkja skammarlega léleg

RUV,spegillinn, tók viðtal við mig í gær um kjör aldraðra. þar kom fram,að kjör þeirra sem verst eru staddir standast ekki stjórnarskrána.Einhleypir eldri borgarar,sem einungis hafa bætur almannatrygginga hafa tæplega fyrir brýnustu útgjöldum. Þeir geta því ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu.Þeir geta stundum ekki leyst út lyfin sín og það kemur fyrir,að þeir verða að neita sér um læknishjálp.Iðulega hringja eldri borgarar sem illa eru staddir í skrifstofu FEB í lok mánaðar og segjast ekki eiga fyrir mat.Það er því ljóst,að það hve naumt er skammtað af rïkinu til þessa hóps er mannréttindabrot.Kjaranefnd eldri borgara kannar nú hvort grundvöllur er fyrir því að stefna ríkinu vegna brots á stjórnarskránni. Það sem þessi hópur fær úr almannatryggingum er 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Sumir verða að greiða 150 þúsund á mánuði í húsaleigu og þá er lítið eftir fyrir öllum öðrum útgjöldum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband