Kominn tïmi til að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt:

Ellilífeyrir verði leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir orðið hafa á LÆGSTU launum frá 2009.

Þetta þýð ir að hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%.Þetta er hin margumtalaða kjaragliðnun sem ekki er farið að leiðrétta enn. Síðan  hefur önnur eins kjaragliðnun orðið á þessu ári.Skuldin við 

 

lífeyrisþega vegna kjaragliðnunar hefur því tvöfaldast.Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gerir ekkert til þess efna kosningaloforðið og leiðrétta kjaragliðnunina eins og samþykkt var á landsfundi 2013.Það er kominn tími til að efna kosningaloforðið og hætta allri talnaleikfimi.Talnakúnstir duga ekki lífeyrisþegum.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Traustur innhringjandi á Útv. Sögu, að nafni Viðar Guðjohnsen hefur lagt afar mikla vinnu í að koma til skila hjá hlustendum þeirri ófrávíkjanlegu skyldu sjálfstæðismanna að taka ALLAR MIKILVÆGAR ÁKVARÐANIR AF PÓLITÍSKUM TOGA á landsfundum.
Hann segir að þetta sé svo mikilvægt og alveg til fyrirmyndar vegna þess að þetta sé svo fjölskipaður fundur = eiginlega fjölskipað VALD sem allir flokksmenn verði að virða og hlýða möglunarlaust.
Getur verið að í þetta mikilvæga stjórnkerfi varðandi innra starf Flokksins séu komnir brestir sem Viðari er ekki kunnugt um? 

Árni Gunnarsson, 29.9.2015 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband