Lífeyrir aldraðra hækki strax!

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík skorar á ríkisstjórnina að hækka lífeyri aldraðra frá TR strax til samræmis við hækkun lágmarkslana sl vor.Þeir eldri borgarar,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum,geta ekki beðið lengur eftir hækkun lífeyris.Lífeyrir þeirra á að hækka um 31.000 kr á mánuði eins og lágmarkslaun.Lífeyrir annarra eldri  borgara frá TR hækki samsvarandi.Auk þess á lífeyrir aldraðra að hækka upp í 300 þúsund krónur á mànuði á 3 árum eins og lágmarkslaun.Þetta var samþykkt í kjaranefnd í dag.Þetta er sanngjörn krafa.það er ekki unnt að ætlast til þess,að aldraðir þurfi minna sér til framfærslu en verkafólk.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband