Kjaragliðnun aukin í stað þess að leiðrétta eins og lofað var fyrir kosningar!

Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu því kosningaárið 2013 að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans.Til þess þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20%.En í stað þess að standa við það loforð hafa þeir stóraukið kjaragliðnun á þessu ári með því að halda lífeyri niðri,halda honum óbreyttum á meðan laun hækka verulega ( um 14,5% hjá verkafólki frá 1.mai)Sigmundur Davið forsætisráðherra kórónar síðan vanefndirnar með því að lýsa því yfir,að hækkun á lífeyri,sem á að koma til framkvæmda á næsta ári sé hraðasta og mesta hækkun hjá lífeyrisþegum í sögunni!Þar vísar hann í 9,4% hækkun sem á að koma til framkvæmda næsta ár. Þetta er alrangt hjá Sigmundi Davíð og hin örgustu öfugmæli.Jóhanna Sigurðardóttir hækkaði lífeyri aldraðra og öryrkja um áramótin 2008/2009 um tæp 20% hjá þeim,sem voru á strípuðum bótum og um 9,6% hjá hinum.Það verður að gera þá kröfu til ráðherra,að þeir fari rétt með.Þeir hafa nógu marga aðstoðarmenn,sem geta flett upp staðreyndum fyrir ráðherrana.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband