Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að svíkja stærsta kosningaloforðið við aldraða!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti nokkur atriði varðandi eldri borgara svo sem að efla heimahjúkrun og að eldri borgarar ættu að halda sjálfstæðum fjárhag við það að fara á hjúkrunarheimili.Hvort tveggja er jákvætt. En ekkert var minnst á stærsta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins  við aldraða frá 2013,þ.e að leiðrétta kjaragliðnunina 2009-2013,hækka lífeyri aldraðra til samræmis við hækkanir LÆGSTU LAUNA á þessu tímabili.Svo virðist því sem Sjálfstæðisflokkurinn ætli að svíkja þetta stærsta kosningaloforð sitt við aldraða.Það þarf að hækka lífeyri aldraðra um 20-25% strax til þess að efna þetta kosningaloforð?Ef Sjálfstæðisflokkurinn ekki efnir þetta loforð strax verður hann að segja af sér, þar eð sennilega hefur þetta loforð komið flokknum til valda.Ekki er unnt

 að lofa miklum kjarabótum til aldraðra og öryrkja og svíkja það síðan.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband