Ódýr úrræði fyrir aldraða,

Það er athyglisvert,að þau úrræði,sem samþykkt voru fyrir aldraða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins voru fremur ódýr en landsfundurinn vék sér undan því að samþykkja beinar kjarabætur til aldraðra þar eð þær kosta meiri fjármuni.Sem dæmi má nefna,  landsfundurinn samþykkti, að aldraðir ættu að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar þeir færu á hjúkrunarheimili en svo er ekki í dag.Þetta er gott mál en það kostar ríkið ekki eina krónu að framkvæma þetta.Öðru máli gegnir um stærsta kosningaloforðið,sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf öldruðum í kosningunum 2013.(Leiðréttingu kjaragliðnunar 2009-2013) Það kostar nokkra fjármuni. Flokkurinn minnist ekki á það!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband