Nógir peningar til hjá ríkinu! Auðvelt að leiðrétta lífeyrinn

Samkvæmt  fjáraukalögum,sem var verið að leggja fram á alþingi eru nógir peningar til hjá ríkinu.Afgangur á fjárlögum er 17 milljörðum meiri en áætlað hafði verið. Munar þar mest um meiri arð frá Landsbankanum en áætlaður hafði verið.Þess vegna vil Sjálfstæðisflokkurinn losa ríkið við Landsbankann sem fyrst og koma honum í hendur einkaaðila svo þeir geti hirt gróðann af bankanum en ekki ríkið!

Með því,að nógir peningar eru nú til hjá ríkinu ætti að vera auðvelt fyrir ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra og öryrkja.Það þarf að hækka lífeyrinn strax um 14,5% og láta það gilda frá 1.mai sl.eins og lágmarkslaun gerðu.Og síðan á lífeyrir að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum.Það er sanngirnis-og réttlætismál að leiðrétta lífeyrinn strax.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband