Látum ekki einkaaðila setja bankana aftur á hausinn!

Slitastjórn þrotabús Glitnis hefur tilkynnt,að hún vilji afhenda ríkinu Íslandsbanka sem stöðuleikaframlag við  nauðasamninga við uppgjör Þrotabús Glitnis.Enda þótt nokkur tími líði áður en bankinn kemst í eigu rikisins eru einkaaðilar  strax farnir að reyna að læsa klónum í bankann.Þannig samþykktu Samtök atvinnulífsins,að selja ætti einkaaðilum bankana!Sporin hræða í því efni.Síðast þegar einkaaðilar áttu banka hér á landi settu þeir þá alla á hausinn!Ríkið rak bankana lengi.Bankarnir fóru ekki á hausinn í höndum ríkisins. Það var ekki fyrr en einkaaðilar tóku við bönkunum,að  þeir urðu gjaldþrota.Þeir tóku erlend lán gegndarlaust og þegar harðnaði á dalnum gátu þeir ekki borgað lánin og bankarnir fóru á hausinn.Það er því skynsamlegast,að ríkið reki tvo banka en afhendi þá ekki einkaaðilum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið rak bankana lengi. Og þá þurfti að vera í réttum flokki til að fá fyrirgreiðslu. Lán voru endurgreidd seint, illa eða ekki og ríkið bætti bönkunum það upp. Bankarnir fóru ekki á hausinn í höndum ríkisins...enda dældi ríkið skattfé í bankana þegar tapreksturinn varð yfirgengilegur. Bankar sem sótt geta ómælt fé í ríkiskassan fara ekki á hausinn. Ríkisrekstur er engin trygging fyrir góðum rekstri. Ríkisrekstur fyrri ára skilaði ekki góðum rekstri og ekkert sem segir að ríkisrekstur banka sé skynsamur. Ríkisrekstur eða einkarekstur eru ekki lykilatriði í rekstri banka. Ríkisafskipti eru eins skaðleg og einkarekstur þar sem lagaramman skortir. Skaðinn verður þegar ekki þarf að fara eftir fastmótuðum reglum og pólitík eða einkahagsmunir stjórna bankanum.

Sporin hræða einnig þegar rekstur ríkisbankanna gömlu er rifjaður upp.

 

Ufsi (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 17:26

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Ríkið þurfti aðeins einu sinni að leggja ríkisbönkunum til peninga.Einstaklingar voru tiltölulega skilvísir en fyrirtækin,einkum í sjávarútvegi voru skuldseig.Rétt er það,að ríkisrekstur getur verið misjafn eins og einkarekstur enda þótt meira sé rætt um slæman ríkisrekstur  en slæman einkarekstur.En þeir einkaaðilar sem ráku bankana,þegar þeir fóru í þrot kunnu ekki að reka banka og fóru mjög óvarlega.Þeir tóku gegndarlaus erlend lán og virðast ekkert hafa hugsað um það að að endurgreiða þyrfti lánin.Þegar þrengdist um á erlendum lánsfjármörkuðum lentu íslensku bankarnir í vandræðum og fóru í þrot.Það voru mistök að hafa ekki fjárfestingar aðskildar frá viðskiptabankarektri. Ég tel,að ríkið eigi að eiga og reka a.m.k, 2 af bönkunum.Einn bankanna gæti verið einkarekinn.

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 2.11.2015 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband