Fella á niður vsk af lyfjum.Góð kjarabót

Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var samþykkt að fella ætti niður virðisaukaskatta af lyfjum.Enginm virðisaukaskattur er á lyfjum í Svíþjóð eða í  Bretlandi og í Frakklandi er aðeins 2,1% virðisaukaskattur á lyfjum.Skatturinn er hæstur á Íslandi í allri Evrópu.

ÞAð yrði mikil kjarabót fyrir aldraða og öryrkja,ef virðisaukaskattur yrði felldur niður af lyfjum hér á landi.Hátt verð á lyfjum hér er þung byrði á lífeyrisþegum.Hvað eftir annað gerist það að aldraðir geta ekki leyst út lyfin sín þar eð þeir hafa ekki efni á því. þeir verða að láta matarkaup ganga fyrir. Og það gerist einnig oft að eldri borgarar sem eru á lægsta lífeyri verða að neita sér um að fara til læknis.Þetta leiðir í ljós,að það er verið að brjóta mannréttindi á öldruðum,sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum.Þetta er til skammar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband