Kennir skattsvikum um bág kjör lífeyrisþega!

Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur skrifar grein í Mbl. Sl fimmtudag.Þar setur hann fram furðuleg sjónarmið.Hann kennir skattsvikum um bág kjör aldraðra og öryrkja.Hann virðist telja,að lífeyrissjóðir eigi alfarið að sjá um lífeyri og eftirlaun tilífeyrisþega.Og telur,að þeir sem eigi ekki nógu góðan lífeyrissjóð á efri árum  eða við örorku geti sjálfum sér um kennt. það sé vegna þess að þeir hafi stolið undan skatti og hvorki greitt skatt né í lífeyrissjóð!Heldur Ragnar að þeir,sem hafa orðið öryrkjar vegna slysa eða veikinda eigi lélegan lífeyrissjóð, þar eð þeir hafi stundað skattsvik!Það er fráleitt að hugsa slíkt.Lífeyrissjóðir voru einnig stofnaðir misjafnlega snemma og því greiða sumir þeirra lágan lífeyri. Einyrkjar fengu mjög seint aðild að lífeyrissjóði og fá margirsáralítinn lífeyri.

Það er misskilningur hjá Ragnari að halda að lífeyrissjóðirnir eigi alfarið að sjá um eftirlaun og lífeyri fyrir aldraða og öryrkja.Lífeyriskerfið hér hvílir á þremur stoðum: Almannatryggingum, lífeyrissjóðum og—séreignalífeyrissparnaði.Almannatryggingar voru stofnaðar löngu á undan lífeyrissjóðunum.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar.Almannatryggingar voru stofnaðar 1936 en þær vor endurskipulagðar 1946,þegar nýsköpunarstjórnin sat  að völdum.Ólafur Thors þá forsætisráðherra (átrúnaðargoð hægri manna) lýsti því þá yfir,að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.Það gildir að miklu leyti enn í dag.Og  þær ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Nú hef ég ekki lesið þessa grein en miðað við það sem þú týnir saman hérna þá er ljóst að þessi Ragnar hefur ekki kynnt sér stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þar sem kemur skýrt fram í 76. gr. að ríkið skuli bera skyldu til þess að tryggja afkomu þeirra sem ekki geta vegna sjúkdóma, örorku eða elli, framfleytt sér sjálfir.

Það er óþolandi þegar svona "haugar" básúna út fordóma sína og fávisku á almannafæri og telja sig síðan marktæka í umræðunni.

Jack Daniel's, 31.10.2015 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband