Fella á niður virðisaukaskatt á lyfjum!

Verð á lyfjum er mjög hátt hér á land,hærra en á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um það,að eldri borgarar og öryrkjar geti ekki leyst út lyfin sín,þar eð lífeyrir þeirra frá almannatryggingum er svo naumt skammtaður.Virðisaukaskattur á lyfjum hér er sá hæsti i allri Evrópu,24%. Í Bretlandi og Svíþjóð er hins vegar enginn virðisaukaskattur á lyfjum.Við ættum að taka okkur Breta og Svía til fyrirmyndar í þessu efni og fella niður virðisaukaskatt á lyfjum. Aldraða og öryrkja mundi muna mikið um það ef virðisaukaskatturinn á lyfjum væri felldur niður.Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavik var samþykkt að fella ætti niður virðisaukaskatt á lyfjum.Stjórnvöld hér eru alltaf að guma af því að ástandið sé orðið mjög gott hér,allir hagvísar séu hagstæðir. En fólkið í landinu verður ekki vart við þetta.Skýtur það ekki skökku við,að Ísland þurfi að vera með hæsta virðisaukaskatt á lyfjum í Evrópu og miklu hærra verð á lyfjum en grannlöndin okkar,ef ástandið á Íslandi er orðið eins gott og stjórnvöld vilja vera láta?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunar að það myndi litlu breyta, líklegt er að niðurgreiðsla sjúkratrygginga myndi bara lækka að sama skapi á móti. Þeir kunna öll trikkin í bókinni blessaðir ráðherrarnir.

Mestu munaði þó um að breyta þeim fjára að fólk þurfi á hverju ári að endurnýja afsláttarréttindi sín og greiða lyfin fullu verði um tíma. Þeir sem höllum fæti standa eiga erfitt með að kljúfa þessa útgjaldaaukningu eða geta það alls ekki. Undarlegt að fólk sem fyrirsjáanlega er dæmt er til að vera á lyfjum út lífið skuli á hverju ári þurfa að þola þetta, algerlega að óþörfu. Það hlýtur að vera hægt að jafna þetta út.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2016 kl. 08:07

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Lyf her eru að mestum hluta ónothæf og mörg stórhættuleg.

 Víða erlendis þarf eldrafólk og sjúkir ekki að borga lyf. OG EKKI LÆKNISHJÁLP.

 Þau lyf sem eg hef fengið annarstaðar en á Islandi hafa virkað-  her er fólk að taka lyf við aukaverkunum á öðrum lyfjum- og svo lengist keðjan.

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.1.2016 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband