Ríkið borgar launahækkunina fyrir atvinnurekendur!

Nýir kjarasamningar náðust fyrir skömmu.Atvinnurekendur samþykktu að hækka laun um 6,2 % frá áramótum? Ekki var langt síðan kjarasamningar til 3ja ára voru gerðir. En hvað kemur þá til,að atvinnurekendur voru allt í einu svona örlátir við launþega.Jú skýringin er einföld.Ríkið greiddi kauphækkunina! Ríkið lækkaði tryggingagjaldið   um 0,5% og það gefur 4,5 milljarða í ár.Þess vegna "gátu" atvinnurekendur hækkað launin.Það er athyglisvert, að ríkið greiði  launahækkunina fyrir atvinnurekendur. Ríkið var ekki svona örlátt við aldraða og öryrkja á sl ári eða fyrir jólin! Þá sagði ríkið þvert nei við aldraða og öryrkja og neitaði þeim um leiðréttingu á kjörum sínum til jafns við kjaraleiðréttingu launþega.Þó kostaði sú leiðrétting lítið meira en kauphækkunina,sem ríkið greiddi fyrir atvinnurekendur!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband