Lífeyrisþegar eiga að fá 6,2% hækkun strax (frá áramótum)eins og launþegar

Kristján Möller þingmaður Samfylkingarinnar sagði á alþingi,að aldraðir og öryrkjar ættu að fá sömu hækkun og launþegar  frá byrjun nýs ár. Launþegar fengu 6,2% launahækkun frá áramótum samkvæmt svonefndu Saleksamkomulagi.Sigmundur Davíð forsætisráðherra sagði,að venjan væri að breyta lífeyri aldraðra og öryrkja um áramót. Gaf hann í skyn,að lífeyrisþegar fengju ekki leiðréttingu á sínum launum fyrr en um næstu áramót.Kristján Möller sagði,að lífeyrisþegar gætu ekki beðið til næstu áramóta eftir leiðréttingu á sínum launum.Þeir ættu að fá  hana strax.

Ég tek undir með Kristjáni. Ekki gengur að endurtaka leikinn frá sl ári og draga lífeyrisþega allt árið á því að fá eðlilega leiðréttingu á launum sínum til samræmis við launahækkanir.Það stendur ekkert í lögunum um að breyta eigi lífeyri um áramót. Þegar nýir kjarasamningar voru gerðir á miðju ári 2011 var lífeyrir einnig hækkaður á miðju ári fyrir frumkvæði Guðbjarts heitins Hannessonar þáverandi velferðarráðherra.Það er því fordæmi fyrir hækkun lífeyris á öðrum tíma en um áramót.Það má því eins hækka lífeyri nú. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að leiðrétta lífeyrinn strax  nú eftir það sem á undan er gengið (11 mánaða dráttur á leiðréttingu lífeyris).

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni." ekki oft á ári og ekki eftir geðþótta eða mestu hækkunum launa vinnandi fólks.

Í framtíðinni mætti draga hækkanir bóta um einhverja mánuði svo bótaþegar geti fengið afturvirkar hækkanir eins og aðrir sem ekki fá sínar hækkanir á réttum tíma.

Ufsi (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 16:56

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Eins og ég segi í pistli mínum eru fordæmi fyrir því,að lífeyrir hafi verið hækkaður á miðju ári.Það gerðist 2011 í tengslum við nýja kjarasamninga.Það má því gera það aftur.Núverandi kynslóð eldri borgara hefur átt stóran þátt í að mynda Ísland í dag.Þetta gerir þorri fólks sér ljóst en einn og einn er neikvæður í garð eldri borgara

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 28.1.2016 kl. 18:24

3 identicon

Ég er ekki neikvæður í garð eldri borgara. Ég leiðrétti rangfærslur og tek ekki málstað fólks sem ítrekað fer með rangt mál. Það getur varla verið góður málstaður ef villandi upplýsingar og rangfærslur eru uppistaða baráttunnar og einu rök.

Þorri fólks styður bótaþega í orði en ekki á borði. Það er auðvelt að vera fylgjandi hærri bótum þegar ekki er talað um hærri skatta á þá sem þurfa að greiða bæturnar. Auðvelt að vera fylgjandi hærri bótum ef einhver annar á að borga. Hversu margir styðja bótaþega með beinum framlögum meðan skattmann sækir ekki það sem stuðningsmennirnir telja sanngjarnt?

Ufsi (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 11:42

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Lífeyrir til aldraðra og öryrkja er skattlagður að fullu.Lífeyrisþegar taka þvi þátt í skattgreiðslum sem standa undir lífeyrinum.Að,sjálfsögðu á að hækka skatta ef þörf krefur til þess að standa undir hækkun lífeyris.En núverandi ríkisstjórn hefur afnumið Auðlegðarskatt,lækkað orkuskatt,og veiðigjöld og nú síðast lækkað tryggingagjald um 0,5 %,þe um 4,5 milljarða, í ár. Ekki þyrfti að hækka skatta vegna lífeyris aldraðra,ef skattar væru ekki lækkaðir og afnumdir.

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 29.1.2016 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband