Lægri framlög til heilbrigðismála í dag en fyrir 10 árum!

Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar Háskólans var í viðtali við RUV í morgun um heilbrigðismálin.Hann sagði,að framlög okkar til heilbrigðismála væru lægri í dag en fyrir 10 árum,miðað við fast verðlag. Magnús Karl sagði,að ekki þýddi að bera saman krónutölu milli ára ( eins og sumir stjórnmálamenn gera).Það yrði að bera saman framlög á sambærilegu verðlagi.

Magnús Karl sagði,að sumir þættir heilbrigðiskerfisins hefðu veikst vegna minni framlaga.Hann sagði,að vísindastarf í heilbrigðismálum stæði vel hér og að Íslendingar stæðu mjög framarlega á því sviði. En í heilbrigðismálum almennt hefði Ísland dregist aftur úr þeim þjóðum,sem við vildum bera okkur saman við.

Magnús Karl sagði að sjúkrahúsrekstur hér á landi ætti að vera í höndum hins opinbera.Heilsugæslan mætti vera í blönduðum rekstri.Hann taldi það algerlega óviðunandi ástand,að sjúklingar á spítala væru stundum geymdir á göngum,í geymsluherbergjum og víðar þar sem þeir ættu ekki að vera.

Það er gott að heyra álit viðurkennds vísindamanns á raunverulegri stöðu í heilbrigðismálum. Of mikið er um

fullyrðingar stjórnmálamanna,sem hafa enga stoð í raunveruleikanum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband