Lífeyrisþegar hlunnfarnir undanfarin ár

Samkvæmt lögum á lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka í samræmi við hækkun launa eða verðlags eftir því hvor viðmiðunin er hagstæðari lífeyrisþegum.Stjórnvöld hafa hins vegar haft þann hátt á síðustu 5 árin að miða einungis við verðlagshækkanir og þess vegna hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkað miklu minna en laun á þessu tímabili.Og sl ár,þegar ríkisstjórnin segist miða  við launaþróun, miðar hún við einhverjar  launatölur,sem ekki eru til!Þannig hækkaði lífeyrir aðeins um 3% síðasta ár þó lágmarkslaun hækkuðu það ár um 14,5% eða 31 þúsund á mánuði.Verkafólk fékk þessa launahækkun 1.mai 2015.Þegar ríkisstjórnin síðan loks hækkar lífeyri á ný 1.janúar 2016 um 9,7% er ekki um neina afturvirkni að ræða eins og aðrir fengu,ráðherrar,embættismenn og alþingismenn og verkafólk fékk hækkunina 8 mánuðum á undan lífeyrisþegum.Það er því alveg ljóst,að lífeyrisþegar hafa verið hlunnfarnir.

Öryrkjabandalag Íslands telur að lifeyrisþegar hafi setið eftir.Þeirra rannsóknir staðfesta það.

Verkafólk á að fá hækkun í 300 þúsund krónur á 3 árum en stjórnvöld hafa ekki viljað  samþykkja að lífeyrisþegar fái sömu hækkun.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband