Bréf Árna Páls: Ný vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum

Bréf Árna Páls Árnasonar,formanns Samfylkingarinnar,hefur vakið mikla athygli.Fjölmiðlar og stjórnmálamenn vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við því. Það hefur komið þeim í opna skjöldu.Þeir grípa til þess ráðs að "pikka" úr því það sem hverjum og einum hentar.Þannig segir Fréttatíminn,að Árni Páll viðurkenni,að Samfylkingin hafi gert mistök með því að verja ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar í Icesave málinu.Og Stefán Pálsson, herstöðvaandstæðingur, segir einnig,að Árni Páll viðurkenni mistök í Icesave málinu. Hann minnist ekki á neitt annað.En Árni Páll ræðir mjög mörg mikilvæg mál og viðurkennir mistök sín og Samylkingarinnar í þeim.Hann segir,að kvótamálið hafi klúðrast hjá vinstri stjórninni.Og hann segir,að leggja hefði átt það undir þjóðaratkvæði hvort fara ætti aðildarumsókn að ESB. Hann segir,að það hafi verið mistök að skipta ekki stjórnarskrármálinu snemma í viðráðanlegar einingar.Og fleira nefnir hann. En hann telur,að ríkisstjórn Jóhönnu hafi unnið þrekvirki við endurreisn efnahagslífs Íslands eftir hrunið.Ég er sammála þvi.Enginn stjórnmálamaður,sem var andstæðingur þeirrar stjórnar, hefur viðurkennt það ( dæmigert fyrir íslensk stjórnmál).

Það sem er merkilegast við bréf Árna Páls er það,að með þvi stígur íslenskur stjórnmálaforingi í fyrsta sinn fram og viðurkennir eigin mistök og flokks síns.Aðrir stjórnmálaforingjar hafa einnig gert mistök en þeir viðurkenna það ekki. Þeir lemja hausnum við steininn.

Ef til vill er bréf Árna Páls fyrsti vísirinn að breyttum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum eftir að kjósendur snéru baki við fjórflokknum og tóku upp samneyti við Pírata í staðinn. Kjósendur hafa einmitt verið að kalla eftir nýjum vinnubrögðum.Bréf Árna Páls er vissulega liður i nýjum vinnubrögðum. Ég er að mestu sammála mati hans á hinum ýmsu málum. Ég tel þó ekki að efna hefði átt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að ESB.Ég tel mistökin í ESB málinu hafa verið fólgin í því að draga VG með í umsóknarferlið. Vitað var um mikla andstöðu hjá VG við málið og þvi ekki unnt að treysta a stuðning VG við aðildarumsókn. Það hefur hins vegar ekkert land í ESB látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort efna ætti til aðildarviðræðna og sækja um aðild að ESB.

Ég fagna bréfi Árna Páls og tel hann sýna mikið hugrekki með því að rita það.Það er vissulega rétt  sem hann og Helgi Hjörvar segja,að stefnan skiptir meira máli en foringinn (formaðurinn).Það hefur ríkt mikið foringjaræði hér á landi og kominn tími til þess að draga úr því. Foringjarnir hafa verið ofmetnir.Kjósendur kalla eftir breytingu og þar meðal að foringjar stígi ofan af stalli sínum og formenn verði aðeins fremstir meðal jafningja.

Björgvin Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband