"Vasapeningarnir" líka skertir!

Mikil viðbrögð urðu við klausu minni um hjúkrunarheimilin,sem birtist hér í gær. Menn voru mjög hneykslaðir á því, að  lífeyrir aldraðra sjúklinga skyldi rifinn af þeim í leyfisleysi við innlögn á hjúkrunarheimili.Allar greiðslur frá TR til sjúklinganna eru felldar niður strax í næsta mánuði eftir innlögn.En ekki nóg með það.Vasapeningarnir svonefndu,sem aldraðir sjúklingar á hjúkrunarheimilum eiga að fá eru heldur ekki látnir í friði.Þeir eru skertir, ef hinir öldruðu hafa nokkrar krónur í tekjur!

Lagaákvæðin um þessar fáheyrðu ráðstafanir eru í lögum um málefni aldraðra frá 1980.Það var ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen,sem lét setja þau lög.

Samtök eldri borgara óskuðu eftir, að þessum ákvæðum yrði breytt og hætt að taka lífeyri ófrjálsri hendi af eldri borgurum til greiðslu á dvöl á hjúkrunarheimili.Kjaranefnd FEB hefur rætt við lögfræðinga um málið.Þeir telja þetta ekki standast stjórnarskrána. Í undirbúningi mun hafa verið að verða við þessu erindi eldri borgara  en ráðamenn hjúkrunarheimilanna munu hafa lagst gegn því. Það dugði til þess að ráðagerðir um breytingar voru lagðar á hilluna.En breyting þolir ekki bið enda um mannréttindabrot að ræða.Það verður að breyta þessu strax.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband