Algerlega er eftir að leiðrétta kjaragliðnunina: Hækka þarf lífeyri um 30%

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavik,sem haldinn var 18.febrúar sl,, sagði,að það væri eftir að efna stærsta kosningaloforðið frá siðustu kosningum,2013,þ.e. að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans,2009-2013.En síðan hefði orðið ný kjaragliðnun 2015.Til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 30%. Þetta eru 73.800 krónur á mánuði,sem lífeyrisþegar eiga inni. Þeir þurfa að fá þetta strax.Þeir hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.Stjórnarflokkarnir lofuðu báðir fyrir kosningar að leiðrétta kjaragliðnunina.Þeir hafa báðir svikið það. Það má telja víst,að þetta stóra kosningaloforð hafi hjálpað þeim að ná völdum. Þeir eiga því að segja af sér, ef þeir efna ekki þetta kosningaloforð strax eða fyrir vorið.Lífeyrisþegar geta ekki beðið lengur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband