Eiga lífeyrissjóðirnir að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða?

Mikil og vaxandi óánægja er með skerðingu Tryggingastofnunar á lífeyri þeirra eldri borgara,sem fá greiddan lífeyri úr lífeyrissjóðum.Þeir aldraðir,sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi geta ekki sætt við það sem þeim finnst líkast eignaupptöku hjá Tryggingastofnun.

Nú hefur verið samið um, að greiðslur í lífeyrissjóð á almenna markaðnum stórhækki í áföngum og  að iðgjöldin verði komin í 15,5% árið 2018.Greiðslur atvinnurekenda eiga að hækka í 11,5% árið 2018 og hækka í áföngum fram að þeim tíma. Þetta er gert til þess að samræma lífeyrisréttindi á frjálsum markaði lífeyrisréttindum hjá hinu opinbera.

Þess verður vart,að sumum launþegum þyki þetta nokkuð há prósenta af launum,sem fara á í lífeyrissjóð.Enda þótt hækkunin lendi á atvinnurekendum óttast launþegar,að það verði til þess,að þeir samþykki síður launahækkanir.Rætt er um það meðal launþega og lífeyrisþega, að sjóðssöfnun í lífeyrissjóðunum sé orðin fullmikil og að lífeyrissjóðirnir séu of mikið "að braska" með fé sjóðfélaga í ýmsum fyrirtækjum innan lands og nú bætist við fjárfesting á erlendum mörkuðum.Lífeyrissjóðirnr töpuðu 500 milljörðum í hruninu 2008 og sporin hræða.Margir lífeyrisþegar segja eins og Helgi í Góu: Hvers vegna koma lífeyrissjóðirnir ekki upp þjónustuíbúðum fyrir aldraða? Ég tek undir með Helga í þessu efni. Það er heimild í lögunum um lífeyrissjóðina í dag til þess að kaupa og reka íbúðir.Nota mætti þá heimild og byggja eða kaupa íbúðir fyrir aldraðra. Það vantar stórlega  þjónustuíbúðir fyrir aldraða af hóflegri stærð.Raunar er einnig mikil vöntun á hjúkrunarheimilum.Ef lífeyrissjóðirnir færu út á þessa braut mundi afstaða sjóðfélaga til þeirra stórbatna. Eins og staðan er í dag er stóraukin óánægja með lífeyrissjóðina. Það þarf að koma til stefnubreyting: Hefja þarf byggingu íbúða fyrir aldraða eða íhuga að draga úr sjóðsöfnun og greiða sjóðfélögum út hluta lífeyrissparnaðarins.Einnig þarf að afnema skerðinguna strax.Allt þetta þarf að gera.Fyrr verður ekki friður um kerfið.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sææl Björgvin

Eðlilegt er þegar eftirlaunamaður skrifar um lífeyrissjóðamál og segir óhikað að atvinnurekendur fyrir launafólk í lífeyrissjóðina. Finn ég mig knúinn til þess að leiðrétta þennan misskilning.

Atvinnurekendur greiða ekkert í lífeyrissjóðina fyrir launafólk. 

Allt sem greiðist í lífeyrissjóð í nafni einhvers launamanns er greitt af launamanninum sjálfum samkvæmt kjarasamningum um það. En með bakstuðningi af lögum. 

Nýgerðir kjarasamningar um hækkun líeyrissjóðagjalda sýnir þetta mjög glöggt. Þetta er samningur um launahækkun og hluti hækkunar fer í lífeyrissjóð hvers starfsmanns. Sá samningur er borinn undir félagsmenn til samþykktar eða synjunnar.

Samkvæmt lögum ber síðan fyrirtækinu(ekki atvinnurekanda) að standa skil á þessum launum launamannsins í lífeyrissjóð hans. Nefnist það gjarnan framlag fyrirtækisins.Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi var skattalegs eðlis. Þ.e.a.s. til þess að launamenn greiddu ekki skatt af þessum hluta launa sinna fyrr en hann fer að þiggja lífeyrir.

Það sama á auðvitað við um opinbera starfsmenn Björgvin, þeir vinna fyrir öllum þeim greiðslum sem fara í hans nafni í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki að þiggja neinar gjafir í þessum efnum. Því er það óþolandi þegar opinberir aðilar staNDA EKKI Í SKILUM VIÐ LÍFEYRISSJÓÐINA. Það á auðvitað að meðhöndla þennan launagreiðanda eins og aðra launagreiðendur sem ekki standa í skilum á réttum tíma. Einnig að rukka þessa aðila um fulla dráttavexti 

Kristbjörn Árnason, 22.2.2016 kl. 15:02

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Kristbjörn! Ég talaði hvergi um,að atvinnurekendur greiddu eitthvað fyrir launafólk í lífeyrissjóð. Ég sagði hins vegar,að framlag atvinnurekenda mundi hækka í  11,5% í áföngum fram til 2018.Heildarframlagið í lífeyrissjóð yrði þá komið í 15,5% og þá hafa menn séð,að framlag launþega væri 4%.Ég sagði,að hækkunin fram til 2018 lenti á atvinnurekendum.Af því leiðir,að hætt er við því að erfiðara verði að sækja launahækkanir til vinnuveitenda eftir að þessu tímabili lýkur.

Bestu kveðjur

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 22.2.2016 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband